Todd Boehly, eigandi Chelsea hefur fundað með forseta Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi og hefur á þeim fundi lýst yfir áhuga Chelsea á að fá brasilísku knattspyrnustjörnuna Neymar til liðs við sig frá PSG.
Það er Goal sem greinir frá vendingunum og vitnar í Le Parisien í Frakklandi.
Samkvæmt franska staðarblaðinu íhuga forráðamenn Paris Saint-Germain nú að losa sig við brasilísku knattspyrnustjörnuna.
Nasser Al-Khelaifi er sagður hafa átt fund með Boehly á þriðjudaginn síðastliðinn en Chelsea var orðað við Neymar síðasta sumar.
Neymar á að baki krefjandi undanfarna mánuði hjá Paris Saint-Germain, síðan að HM í Katar lauk.