Arsenal verður líklegast án miðjumansins Thomas Partey í stórleiknum og toppslag ensku úrvalsdeildarinnar gegn Manchester City í kvöld.
Frá þessu greinir David Ornstein, blaðamanns The Athletic sem hefur góða tengingu í Arsenal. Hann segir Partey vera að glíma við vöðvameiðsli en tekur einnig fram að meiðslin séu ekki alvarleg.
Líklegast kemur það í hlut ítalska miðjumannsins Jorginho, sem gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í janúar, að fylla upp í skarð Partey í kvöld.
Partey hefur verið einn af lykilmönnum Arsenal á yfirstandandi tímabili.
Arsenal situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leik kvöldsins með þriggja stiga forystu og leik til góða á Manchester City sem situr í 2. sæti.
Vinni City í kvöld kemst liðið á topp ensku úrvalsdeildarinnar.
🚨 Arsenal midfielder Thomas Partey expected to miss tonight’s crucial top-of-the-table Premier League game against Man City. 29yo Ghana int’l has a muscular injury, although it is not thought to be serious. W/ @gunnerblog @TheAthleticFC #AFC #ARSMCI #MCFC https://t.co/DGzyrvF5Ik
— David Ornstein (@David_Ornstein) February 15, 2023