Arsenal og Manchester City mætast í stærsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa annað kvöld. Leikið verður á Emirates-vellinum í Lundúnum.
Um tvö efstu lið deildarinnar er að ræða. Arsenal er með 3 stiga forskot á City, auk þess að eiga leik til góða.
Bæði lið eru með afar sterka leikmannahópa, eins og gefur að skilja. Breska götublaðið The Sun setti saman sameiginlegt byrjunarlið úr hópunum tveimur.
Þar má finna sex leikmenn frá City en fimm frá Arsenal.
Liðið er hér að neðan.