Stefan Bajcetic 18 ára miðjumaður Liverpool átti frábæran leik þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Everton í gær.
Þessi spænski miðjumaður er fæddur árið 2004 en hann kom til Liverpool árið 2020 frá Celta Vigo.
Heimamenn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Mohamed Salah kom þeim yfir á 36. mínútu eftir skyndisókn. Egyptinn var einn þeirra fjölmörgu leikmanna Liverpool manna sem stigu upp í kvöld eftir dapurt gengi.
Það var skammt liðið á seinni hálfleik þegar Cody Gakpo var réttur maður á réttum stað á fjærstönginni og stýrði fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold í netið. Um fyrsta mark Hollendingsins fyrir Liverpool var að ræða. Lokastaðan 2-0.
Bajcetic var að flestra mati maður leiksins en hans helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér að neðan.
Stefan Bajcetic vs Everton
(🎥 @ALREDS1892 )
pic.twitter.com/TLPENcDIE4— Stefan Bajcetic Xtra (@SBMXtra) February 14, 2023