Garth Crooks blaðamaður BBC telur sig vita ástæðu þess að Marcus Rashford blómstrar nú í treyju Manchester United.
Rashford er markahæsti leikmaður Evrópu eftir að Heimsmeistaramótinu í Katar lauk, hann hefur raðað inn mörkum og spilað vel.
Crooks telur ástæðuna fyrst og fremst vera þá staðreynd að Cristiano Ronaldo hefur yfirgefið herbúðir félagsins.
„Það er mjög áberandi að úrslit Manchester United hafa orðið betri og betri eftir að Cristiano Ronaldo, áhrif Rashford á liðið hafa á sama tíma aukist,“ segir Crooks.
„Rashford er ekki lengur í skugga manns sem reyndi að vera sama hetjan og í fortíðinni. Ronaldo hafði miklu meiri áhuga á sjálfum sér en liðin. Það er búið að fjarlægja það vandamál.“
United ræðir við Rashford um nýjan samning en hann mun í sumar aðeins eiga tólf mánuði eftir af samningi sínum.