Það er ekki oft sem blaðamenn og skærustu stjörnur fótboltans verða bestu vinir en það gerðist þegar ungur Zlatan Ibrahimovic kom til Ajax.
Thijs Slegers þá blaðamaður ákvað að setja sig í samband við Zlatan sem var í vandræðum til að byrja með í Hollandi.
Zlatan og Thijs fóru saman út að borða og eftir það hófst mikill vinskapur, Thijs kom fyrir í ævisögu Zlatan.
Thijs var gestur í sjónvarpsþætti í Hollandi í vikunni en Zlatan mætti og ræddi um Thijs. Þessi fyrrum blaðamaður er í dag fjölmiðlafulltrúi hjá PSV.
„Hann snerti hjarta mig og ég vil bara segja eitt. Ég elska þig Thijs,“ sagði Zlatan í lokin á ræðu sinni og Thijs brast í grát.
Een emotionele Zlatan Ibrahimović met prachtige woorden voor Thijs Slegers❤️
— ESPN NL (@ESPNnl) February 13, 2023