Ben Foster mun ekki taka hanskana af hillu sinni til að spila með Tottenham. Enska úrvalsdeildin gefur ekki grænt ljós á það.
Tottenham hafði vonast eftir undanþágu frá deildinni til að bæta Foster við 25 manna hóp sinn en það verður ekki.
Hugo Lloris meiddist á dögunum og verður frá næstu sex vikurnar, Fraser Foster tekur stöðuna á meðan.
Foster átti verulega erfitt uppdráttar gegn Leicester um helgina þar sem Tottenham fékk skell á útivelli.
Foster sem er 39 ára gamall ákvað að hætta síðasta sumar þegar Watford féll úr ensku úrvalsdeildinni. Newcastle reyndi að fá hann en Foster ákvað að halda sig við það að hætta.