Wayne Rooney þjálfari DC United í MLS deildinni vill fá starfið hjá Southampton sem nú er laust. Talksport segir frá.
Rooney tók við DC United síðasta sumar en hjá félaginu er Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður Íslands.
Talksport segir að Rooney vilji fá starfið en Nathan Jones var rekinn úr starfi í gær eftir stutta dvöl.
Samkvæmt Talksport eru þeir Steven Gerrard og Frank Lampard einnig áhugsamir en báðir hafa verið reknir úr starfi í deildinni á þessu tímabili. Rooney, Gerrard og Lampard voru saman í enska landsliðinu um langt skeið.
Rooney var áður stjóri Derby þar sem hann fékk talsvert lof fyrir starf sitt en Rooney fór einn til Bandaríkjanna en fjölskylda hans býr enn á Englandi.