Samkvæmt fréttum á Spáni eru forráðamenn Real Madrid farnir að skoða þjálfaramálin hjá sér fyrir sumarið.
Carlo Ancelotti skoðar það að taka við landsliði Brasilíu og þá hefur gengi liðsins ekki verið gott undanfarnar vikur.
Real Madrid er nú átta stigum á eftir toppliði Barcelona og þjálfaramálin eru þá í brennidepli.
El Nacional á Spáni segir að Real skoði nú þann kost að ráða Jurgen Klopp stjóra Liverpool til starfa í sumar.
Klopp hefur átta góða tíma hjá Liverpool en í ár hefur hallað undan fæti, segir í fréttum að Real Madrid telji að Klopp gæti sannfært Jude Bellingham um að velja Real Madrid.
Óvíst er hins vegar hvort Klopp myndi yfirgefa Liverpool en hann og félagið hafa átt afar farsælt samband.