Marco Tardelli goðsögn hjá Juventus segir að Paul Pogba sé stórt vandamál fyrir félagið og að það sé verkefni sem þarf að leysa.
Pogba sem kom frá Manchester United síðasta sumar hefur ekki enn spilað fyrir Juventus, hefur hann verið frá í tíu mánuði vegna meiðsla.
„Pogba hefur ekki spilað síðan í apríl á síðasta ári sem leikmaður Manchester United. Þetta er stórt vandamál fyrir Juventus, við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og hvað hann vill gera,“ segir Tardelli.
Hefur það skapað mikla reiði á meðal stuðningsmanna félagsins að Pogba sé meiddur í skíðaferð á meðan allt er í steik hjá félaginu.
„Pogba fer á skíði á meðan liðsfélagar hans eru í veseni, þetta er mjög stórt vandamál fyrir Juve. Pogba er vandamál sem Juventus þarf að leysa.“