Sænska félagið IFK Norrköping hefur greint frá því að að Oliver Stefánsson hafi rift samningi sínum við félagið.
Oliver kom til sænska félagsins árið 2018 frá ÍA en meiðsli og veikindi gerðu honum erfitt fyrir.
Greint hefur verið frá því að miðvörðurinn knái sé að skrifa undir hjá Breiðablik „Ég gat ekki staðið mig vegna meiðsla. ég vona að tækifæri komi aftur til þess að ganga í raðir félagsins sem er frábært,“ segir Oliver.
Oliver hefur samkvæmt fréttum fundað með Víkingi, Val og Breiðablik og kaus að lokum að semja við Íslandsmeistarana.
Oliver er fæddur í ágúst árið 2002 en hann var á láni hjá ÍA á síðustu leiktíð og átti ágæta spretti.