Jesse Marsch gæti verið að fá nýtt starf aðeins nokkrum dögum eftir að Leeds ákvað að reka hann úr starfi.
Leeds ákvað að reka Marsch úr starfi eftir slakt gengi en hann bjargaði liðinu frá falli á síðustu leiktíð.
The Athletic segir frá því að Southampton sé að skoða það að ráða Marsch til starfa.
Nathan Jones var rekinn úr starfi hjá Southampton í gær eftir aðeins fjórtán leiki í starfi, útlitið er svart hjá Southampton.
Southampton situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar og er fjórum stigum frá öruggu sæti.