Allan Saint-Maximin, leikmaður Newcastle, fær sekt á hverjum einasta degi hjá félaginu fyrir það eina að skarta eyrnalokkum.
Frá þessu greinir Jonjo Shelvey, fyrrum liðsfélagi Saint-Maximin, en sá síðarnefndi hefur spilað með enska félaginu frá 2019.
Saint-Maximin er hrifinn af tískuvörum og hikar ekki við að mæta á æfingar Newcastle í sínu fínasta dressi og þá með alls konar skartgripi.
Það er gegn reglum Newcastle en Saint-Maximin tekur við 100 punda sekt á nánast hverjum degi aðeins til að líta vel út.
,,Hann er brjálæðingur, hann er frabær, alvöru leikmaður og persónuleikinn er svo sannarlega þarna,“ sagði Shelvey.
,,Hann er einhver sem er svo slakur, hann klæðist alltaf tískuvörum. Hann fær sekt á hverjum einasta degi því hann er með eyrnalokka og þessháttar.“
,,Ef hann væri ekki eins góður og hann er þá værirðu pirraður út í hann en þegar hann er svona góður þá er engin ástæða fyrir að pirrast yfir hlutunum.“