Villarreal 0 – 1 Barcelona
0-1 Pedri(’18)
Real Madrid þarf í raun á kraftaverki að halda ætli liðið að sigra La Liga á þessu tímabili.
Eftir erfitt gengi undanfarið er Real búið að missa af toppsætinu sem er í eigu Barcelona.
Barcelona spilaði við Villarreal á erfiðum útivelli í kvöld og vann virkilega góðan 1-0 sigur.
Barcelona er með 56 stig á toppnum, 11 stigum á undan Real sem á þó einn leik til góða.
Ungstirnið Pedri skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning Robert Lewandowski.