Stuðningsmebnn Chelsela virðast vera búnir að fá nóg af bakverðinum Marc Cucurella sem kom til félagsins í sumar.
Cucurella var keyptur til Chelsea frá Brighton og hefur hingað til ekki staðist væntingar í London.
Chelsea gerði 1-1 jafntefli við West Ham í gær þar sem Cucurella fékk pláss í byrjunarliðinu.
Spánverjinn var tekinn af velli í seinni hálfleik og þá bauluðu stuðningsmenn Chelsea hressilega á sinn mann.
Myndband af því má sjá hér.
Cucurella booed off pic.twitter.com/kUsFjITd2T
— CarefreeLewisG (@CarefreeLewisG) February 11, 2023