Lengjubikar karla er farin af stað og fóru þrír hörkuleikir fram í dag og var nóg af mörkum í boði.
Stórleikurinn var viðureign Vals og KR þar sem það fyrrnefnda vann 2-0 sigur.
KA vann þá Fylki með tveimur mörkum gegn einu og komst nýi maður KA, Pætur Petersen, á blað.
Þór vann einnig sinn leik nokkuð óvænt en Lengjudeildarliðið skoraði fjögur gegn Keflavík.
Valur 2 – 0 KR
1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson
2-0 Sigurður Egill Lárusson
KA 2 – 1 Fylkir
1-0 Pætur Petersen
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson
2-1 Benedikt Daríus Garðarsson
Þór 4 – 1 Keflavík
1-0 Kristján Atli Marteinsson
2-0 Alexander Már Þorláksson
2-1 Daníel Gylfason
3-1 Kristófer Kristjánsson
4-1 Ingimar Arnar Kristjánsson