Það er alveg óvíst hvort Mason Greenwood eigi framtíð fyrir sér hjá Manchester United.
Greenwood var ákærður fyrir kynferðisofbeldi í garð kærustu sinnar en búið er að fella þær kærur niður.
Greenwood er 21 árs gamall en hann var á sínum tíma talinn efnilegasti leikmaður Rauðu Djöflana.
Í dag er Greenwood sagður vera með fjóra möguleika ef Man Utd ákveður að láta hann fara.
Enskir miðlar greina frá því að fjölmörg lið séu á eftir Greenwod í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Kína og í Bandaríkjunum.
Það vantar því alls ekki upp á valmöguleikana fyrir Greenwood sem þénar 75 þúsund pund á viku í dag.