Rodrigo Bentancur, leikmaður Tottenham, verður ekki meira með félaginu á þessu tímabili vegna meiðsla.
Bentancur hefur verið stöðugur í liði Tottenham í vetur en hann sleit krossband í 4-1 tapi gegn Leicester í gær.
Ljóst er að úrúgvæski landsliðsmaðurinn verður ekki meira með á tímabilinu sem er mikill skellur fyrir enska félagið.
Bentancur þarf að fara í aðgerð vegna meiðslana og mun ekki spila fyrr en næsta vetur.
Tottenham berst um Meistaradeildarsæti en tapið gegn Leicester hafði verulega neikvæð áhrif á þá barátttu.