Chelsea og West Ham áttust við í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.
Það er töluverður rígur á milli þessara liða og voru slagsmál fyrir leik þar sem stuðningsmaður Chelsea fékk að finna fyrir því.
Stuðningsmaðurinn ögraði ‘óvinum’ sínum frá West Ham og fékk að launum ansi harkalegt kjaftshögg.
Maðurinn sem er talinn vera um þrítugt var rotaður samstundis en sem betur fer slasaðist hann ekki alvarlega.
Myndband af atvikinu má sjá hér.
Chelsea fan gets knocked 12 years into the future by a West Ham fan… pic.twitter.com/OZa7t2FAqa
— Fight Haven (@FightHaven) February 11, 2023