Undarlegur broskall vakti töluverða athygli í gær er AC Milan spilaði við Torino í Serie A.
AC Milan haðfi betur með einu marki gegn engu en eina markið skoraði framherjinn Olivier Giroud.
Giroud kom boltanum í netið á 62. mínútu eftir stoðsendingu frá bakverðinum Theo Hernandez.
Það var ekki markið sem vakti mesta athygli heldur broskall sem sást í hári Hernandez á meðan leik stóð.
Enginn virðist vita meininguna á bakvið þennan broskall en myndir af honum má sjá hér.