Albert Guðmundsson er að spila mjög vel með liði Genoa sem leikur í næst efstu deild Ítalíu.
Genoa féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og stefnir að því að komast upp í kjölfarið.
Frosinone er með toppsætið í sinni eign að svo stöddu og er átta stigum á undan Genoa sem er í öðru sæti.
Albert skoraði fyrra mark Genoa í gær í 2-0 sigri á Palermo en hann afgreiddi boltann laglega í netið.
Markið má sjá hér.
👤 Albert Guðmundsson (f.1997)
🇮🇹 Genoa
🆚 Palermo📽️ #Íslendingavaktin pic.twitter.com/TdDk77oVay
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 10, 2023