Paris Saint-Germain hefur miklar áhyggjur að Lionel Messi verði ekki klár fyrir leik liðsins gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni.
Frönsku meistararnir spila við Bayern í 16-liða úrslitum deildarinnar í þessum mánuði en tvö einvígi verða leikin.
Kylian Mbappe verður ekki með PSG í fyrri leiknum vegna meiðsla og er nú útlit fyrir að Messi sé á sama stað.
L’Equipe greinir frá en Messi verður ekki með PSG sem spilar við Monaco í Ligue 1 á morgun.
Það væri gríðarlegt áfall fyrir PSG ef Messi er ekki leikfær en hann hefur verið heitur síðan HM í Katar lauk á síðasta ári.