Ross Barkley, leikmaður Nice, er ekki að upplifa sjö dagana sæla hjá sínu nýja félagi.
Barkley gekk í raðir Nice í september en hann kom á frjálsri sölu eftir misheppnaða dvöl hjá Chelsea.
Didier Digard, stjóri Nice, virðist hafa enga trú á Barkley sem á að baki 33 landsleiki fyrir England.
Digard ákvað að velja Barkley ekki í Evrópuhóp Nice fyrir Sambandsdeildina og velur frekar leikmenn sem komu til félagsins í janúar.
Barkley hefur spilað 15 leiki í öllum keppnum á tímabilinu en er ekki einn af þeim 25 sem fá pláss í hópnum í Evrópu.
Þessi ákvörðun ku koma töluvert á óvart og er óvíst hvernig enski miðjumaðurinn tekur í fréttirnar.