Arsenal mistókst að vinna sinn heimaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Brentford.
Heimamennirnir voru mun sterkari í leiknum og komust yfir með marki frá Leandro Trossard í seinni hálfleik en hann hafði komið inná sem varamaður.
Sú forysta entist í stuttan tíma en átta mínútum síðar var staðan orðin 1-1 er Ivan Toney jafnaði metin fyrir Brentford.
Arsenal pressaði og pressaði að marki Brentford undir lok leiks en án árangurs og lokastaðan. 1-1.
Leicester City bauð þá upp á frábæra frammistöðu gegn Tottenham og skoraði fjögur mörk gegn einu.
Leicester hefur verið í fallbaráttu á tímabilinu en spilaði virkilega vel í dag og vann að lokum 4-1 sigur.
Nathan Jones er þá líklega búinn að stýra sínum síðasta leik sem stjóri Southampton eftir 2-1 tap gegn Wolves þar sem það fyrrnefnda var manni fleiri allan seinni hálfleikinn.
Hér má sjá öll úrslit dagsins.
Arsenal 1 – 1 Brentford
1-0 Leandro Trossard(’66)
1-1 Ivan Toney(’74)
Leicester 4 – 1 Tottenham
0-1 Rodrigo Bentancur(’14)
1-1 Nampalys Mendy(’23)
2-1 James Maddison(’25)
3-1 Kelechi Iheanacho(’45)
4-1 Harvey Barnes(’81)
Fulham 2 – 0 Nott. Forest
1-0 Willian(’17)
2-0 Manor Solomon(’88)
Crystal Palace 1 – 1 Brighton
0-1 Solly March(’63)
1-1 James Tomkins(’69)
Southampton 1 – 2 Wolves
1-0 Carlos Alcaraz(’24)
1-1 Jan Bednarek(’72, sjálfsmark)
1-2 Joao Gomes(’87)