Aðal ástæðan fyrir því að Weston McKennie skrifaði undir samning við Leeds í janúar var Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch.
McKennie er Bandaríkjamaður líkt og Marsch en þeirra starfsamband var stutt þar sem sá síðarnefndi var rekinn á dögunum.
McKennie vildi fá að vinna með Marsch í Leeds og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í vikunni í 2-2 jafntefli við Manchester Utnited.
Miðjumaðurinn er í láni frá Juventus en hann er ekki eini Bandaríkjamaðurinn hjá félaginu þar sem þeir Tyler Adams og Brenden Aaronson eru einnig til taks.
,,Við munum augljóslega sakna hans en við erum ákveðnir í að gera vel og ná í stig,“ sagði McKennie.
,,Þetta var örugglega fljótasta breyting á stjóra sem ég hef upplifað á ferlinum en ég get spilað undir hverjum sem er og vonandi finnst sá rétti.“