Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, sér eftir ummælum sínum um varnarmanninn Lisandro Martinez.
Martinez gekk í raðir Manchester United frá Ajax í sumar og hefur spilað virkilega vel á tímabilinu.
Carragher bjóst ekki við miklu frá Martinez vegna þess að Argentínumaðurinn er aðeins 175 sentímetrar á hæð.
Carragher bjóst ekki við að sú hæð myndi ganga í varnarlínu í ensku deildinni sem hefur ekki reynst hindrun fyrir miðvörðinn.
,,Hann hefur verið stórkostlegur. Að vera svo lágvaxinn og spila miðvörð, þú þarft augljóslega að vera sérstakur og góður leikmaður,“ sagði Carragher.
,,Ég bjóst ekki við að svo smávaxinn leikmaður gæti náð árangri í ensklu úrvalsdeildinni. Hann hefur verið frábær.“
.,,Við sáum hann líka á HM með Argentínu, hann er með baráttuandann í sér.“