Chelsea kom viljandi í veg fyrir félagaskipti Hakim Ziyech til Paris Saint-Germain í janúarglugganum.
Þetta segir fyrrum leikmaður Chelsea, Ruud Gullit, en Ziyech var afar nálægt því að enda í Frakklandi.
Chelsea sendi hins vegar ranga pappíra í þrígang á lokadegi félagaskiptagluggans og náðu skiptin ekki yfir línuna.
,,Þetta voru engin mistök, þeir gerðu þetta viljandi,“ sagði Gullit í samtali við Ziggo Sport.
,,Það er ekki hægt að gera þessi mistök. Þegar þú getur náð í svona marga leikmenn þá er ekki hægt að ímynda sér að um mistök hafi verið að ræða.“