Kvennalið Manchester United er ekki hrifið af þeirri hugmynd að Mason Greenwood snúi aftur til félagsins. Athletic og fleiri miðlar segja frá.
Greenwood var ákærður fyrri nauðgun og ofbeldi gegn fyrrum unnustu sinni en málið var látið niður falla í síðustu viku.
Greenwood er samningsbundinn United til ársins 2025 en hann hefur verið í banni hjá félaginu frá því að málið kom upp í janúar á síðasta ári.
Félagið veltir því nú fyrir sér hvort Greenwood fái að snúa aftur, ákveði félagið að gera það ekki þarf félagið að rifta samningi hans og greiða honum laun til 2025. Þar sem Greenwood var ekki dæmdur getur félagið ekki rift samning hans nema gegn greiðslu.
United skoðar málið núna en konurnar í félaginu vilja ekki sjá Greenwood koma aftur eftir að myndir og hljóðbrot af meintu ofbeldi hans komust í fréttir.
„Í kvennaliðinu eru aðilar sem hafa verulegar áhyggjur af þessu,“ segir í frétt Athletic.