Kjartan Henry Finnbogason er búinn að opna markareikning sinn fyrir FH eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá KR.
Þessi reynslumikli framherji skoraði í Lengjubuikarnum í kvöld er FH lagði Selfoss, 4-2.
Mark Kjartans kom af vítapunktinum en Steven Lennon var einnig á meðal markaskorara heimaliðsins.
Stjarnan vann þá öruggan sigur á Aftureldingu þar sem tvær tvennur voru skoraðar.
Jóhann Árni Gunnarsson og Róbert Kolbeins Þórarinsson skoruðu tvö mörk fyrir Stjörnuna en Arnór Gauti Ragnarsson gerði eina mark Aftureldingar.