fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Jóhann Berg átti samtal við félaga sinn eftir átakanlega atburði í Tyrklandi – „Setur hlutina í samhengi“

433
Föstudaginn 10. febrúar 2023 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður enska B-deildar liðsins Burnley verður til viðtals í Íþróttavikunni með Benna Bó í kvöld.

Tyrkneski leikmaðurinn Halil Dervisoglu er liðsfélagi Jóhanns Bergs hjá Burnley og segir íslenski landsliðsmaðurinn í þætti kvöldsins að hann og liðsfélagar Halil hjá Burnley hafi tekið utan um og rætt við Tyrkjann í kjölfar ástandsins í Tyrklandi sem skapaðist vegna stórra jarðskjálfta sem gengu yfir landið og Sýrland.

„Við spurðum hann út í þetta,“ sagði Jóhann aðspurður hvernig Halil væri stemmdur þessa dagana í ljósi alls. „Hann er ekki frá þeim hluta Tyrklands sem lenti hvað verst í þessum jarðskjálftum. Það var engin úr fjölskyldu hans eða vinahópnum sem lenti í þessu, sem var auðvitað gott fyrir hann.

En auðvitað er þetta hræðilegur atburður sem átti sér stað, atburður sem setur hlutina í samhengi. Maður er stundum að kvarta yfir ýmsum hlutum og sér síðan eitthvað í líkingu við þetta og þarf þá að hugsa aðeins inn á við, hætta þessu tuði.“ 

Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar klukkan 21 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Elís missir af lokaleik Víkings

Aron Elís missir af lokaleik Víkings
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar