Mál ensku úrvalsdeildarinnar gegn Manchester gæti tekið allt að fjögur ár. Þessu heldur reyndur lögmaður í Bretlandi fram.
City gæti verið í slæmum málum eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í yfir hundrað liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga.
Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í gær. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.
Nick De Marco hefur unnið í lögfræði málum fótbolta. „Ég vann í málum Derby County og Sheffield Wednesday vegna fjármála, bæði mál voru tvær ákærur. Það tók eitt og hálft ár frá ákæru til loka málsins,“ sagði De Marco.
„Ég yrði ekki hissa ef þetta mál gegn City sem eru 115 ákærur tæki lengri tíma en um er að ræða 14 ára tímabil Ásakanir eru alvarlegar, þetta gæti tekið mjög langan tíma því þetta er flókið starf.“
„Þetta tekur líklega meira en tvö ár,“ sagði De Marco sem veðjar á að þetta muni taka nálægt fjórum árum.