Manchester United og Leeds United skiptu með sér stigunum í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðin mættust á Old Trafford í Manchesterborg og urðu lokatölur þar 2-2. Heimamenn lentu tveimur mörkum undir í leiknum.
Eftir að Leeds komst í 0-2 í leiknum kom United til baka. Marcus Rashford, sem farið hefur með himinskautum á yfirstandandi tímabili, minnkaði muninn fyrir Manchester United með marki á 62. mínútu.
Það var síðan tæpum átta mínútum síðar sem Jadon Sancho jafnaði metin fyrir heimamenn en hann hafði komið inn sem varamaður rétt rúmum tíu mínútum fyrir markið.
Þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum brjálaðist svo Erik ten Hag stjóri liðsins út í Fred, miðjumaðurinn byrjaði í fjarveru Casemiro og Christian Eriksen.
Fred átti slakan dag og skrifar. „Ten Hag er brjálaður út í Fred, kastaði tyggjóinu sínu í völlinn,“ skrifar Simon Stone blaðamaður BBC.
Fred er einn þeirra leikmanna sem Ten Hag er sagður skoða að selja í sumar.
Erik ten Hag furious at Fred. Throws his chewing gum on the ground, then demands more noise from the Stretford End.
— Simon Stone (@sistoney67) February 8, 2023