Nuno Espirito Santo er nú orðaður við stjórastöðuna hjá Leeds United.
Staðan er laus eftir að Jesse Marsch var látinn fara á dögunum.
Leeds situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester United á útivelli í gær.
Nuno er alls ekki ókunnur ensku úrvalsdeildinni. Þar stýrði hann fyrst Wolves áður en hann tók svo við Tottenham, þar sem hann entist ekki lengi.
Portúgalinn er við stjórnvölinn hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu eins og er sem gæti flækt málin.