Miklar væntingar voru gerðar til Cody Gakpo þegar PSV seldi hollenska framherjann til Liverpool.
Gakpo hafði átt frábæru gengi að fagna á Heimsmeistaramótinu í Katar en hjá Liverpool hefur honum gengið afar illa.
Gakpo hefur spilað tæpar 500 mínútur án þess að koma að marki, hann hefur hvorki skorað né lagt upp.
Liverpool hefur á þessu tímabili aðeins unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum.
Hollenski framherjinn hefur skapað tvö færi en ekki ennþá tekið að koma sér í neitt sem má kalla dauðafæri.