Svo gæti farið að Romelu Lukaku verði áfram hjá Inter á næstu leiktíð.
Kappinn er á láni hjá Inter frá Chelsea. Hann hefur verið í Mílanó síðan í sumar en aðeins skorað tvö mörk í ellefu leikjum fyrir Inter.
Meiðsli hafa þó sett strik í reikninginn.
Chelsea keypti Lukaku frá Inter fyrir tæplega 100 milljónir punda sumarið 2021. Hann stóðst hins vegar engan veginn væntingar. Framherjinn var því lánaður strax aftur til Inter í sumar.
Þrátt fyrir að hann hafi ekki heldur staðið sig þar vill Inter halda honum út tímabilið 2023-2024.
Chelsea er ekki sagt horfa til þess að selja hann strax og því líklega til í að lána hann aftur.
Lukaku hefur áður sagt það sjálfur að hann hafi engan áhuga á því að snúa aftur til Chelsea að tímabili loknu með Inter.