Sóknarmaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Aftureldingu á nýjan leik frá Hönefoss í Noregi. Arnór Gauti skrifaði undir tveggja ára samning við Aftureldingu eða út tímabilið.
Arnór Gauti ólst upp hjá Aftureldingu en eftir að hafa söðlað um sneri hann aftur í Mosfellsbæ á láni frá Fylki árið 2021. Arnór Gauti skoraði 1⃣0⃣ mörk það sumarið og var valinn besti leikmaðurinn.
Arnór Gauti er nú mættur aftur á heimaslóðir í Mosfellsbænum eftir dvöl í Noregi.
„Afturelding hljómaði mest spennandi fyrir mig á þessum tímapunkti. Það er alltaf jafn gaman að koma aftur í uppeldisfélagið. Í ár ætlum við að ná árangri. Það verða fullt af mörkum og sigrum,” sagði Arnór Gauti í viðtali eftir undirskriftina
🎙,,Afturelding hljómaði mest spennandi fyrir mig á þessum tímapunkti. Það er alltaf jafn gaman að koma aftur í uppeldisfélagið. Í ár ætlum við að ná árangri. Það verða fullt af mörkum og sigrum,” sagði Arnór Gauti í viðtali eftir undirskriftina pic.twitter.com/jyfqt5cz6U
— Afturelding (@umfafturelding) February 9, 2023