Manchester United er tilbúið að eyða 100 milljónum punda í nýjan framherja næsta sumar. Það er þó ekki víst hver verður þeirra aðalskotmark.
United hefur verið á góðu skriði undir Erik ten Hag en vill styrkja sig enn frekar.
Samkvæmt Telegraph eru þeir Victor Osimhen hjá Napoli og Harry Kane hjá Tottenham þeirra aðalskotmörk.
Forráðamenn United vilja veðja á réttan hest ef þeir ætla að eyða svo hárri upphæð í framherja á annað borð.
Ten Hag er sagður mjög hrifinn af leikstíl Osimhen. Aftur á móti gerir hann sér grein fyrir því að hann væri að fá mikla úrvalsdeildarreynslu með Kane.
Kane er 29 ára gamall en Osimhen fimm árum yngri.