Fjársterkir aðilar frá Katar undirbúa nú stórt og mikið tilboð í Manchester United. Daily Mail segist hafa staðfestar heimildir fyrir þessu.
Hópurinn samanstendur af mjög fjársterkum aðilum frá Katar og vilja þeir ólmir kaupa félagið.
Segir í frétt Daily Mail að tilboð þeirra til Glazer fjölskyldunnar verði lagt fram á næstu dögum, telja þeir að tilboð þeirra verði það besta sem Glazer fjölskyldan fær.
Segir í frétt Daily Mail að hópurinn frá Katar vilji ausa peningum í leikmannakaup fyrir Erik ten Hag stjóra liðsins, hafi þeir mikla trú á því starfi sem hann er að vinna.
Ensk blöð eru fljót að grípa þann bolta á lofti og hafa búið til mögulegt byrjunarlið ef að fjársterkir aðilar frá Katar mæta til leiks.
Þeir segja að Ten Hag gæti byrjað á því að reyna að kaupa Jude Bellingham og Declan Rice, framherjinn Harry Kane væri svo líklega á blaði.
Ansu Fati kantmaður Barcelona vill fara frá félaginu og gæti verið kostur en þar er einnig Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid nefndur til sögunnar.
Svona gæti byrjunarlið United litið út.