Spænska fyrirsætan og sálfræðingurinn Rocio Galera heldur því fram að hún eigi í samskiptum við knattspyrnumanninn Mauro Icardi.
Icardi hætti endanlega með fyrrum eiginkonu sinni Wöndu Icardi í fyrra. Eftir stormasamt samband, þar sem þau hættu saman og byrjuðu aftur saman á ný, var sambandinu slitið í fyrra.
Þau höfðu verið saman síðan 2014 og eiga tvö börn.
Icardi er nú á mála hjá Galatasaray á láni frá Paris Saint-Germain.
Galera deildi skilaboðum þeirra á milli. Hún segir samtalið hafa hafist eftir að hann setti ‘like’ við mynd af henni.
Þá spurði Galera Icardi hvort að hann stjórnaði samfélagsmiðlum sínum sjálfur.
„Þetta er ég. Enginn sér um þetta fyrir mig,“ á Icardi að hafa svarað.
„Ég er í Istanbúl og hef áhuga. Ég er flókinn. Það eina sem ég bið um er næði,“ á hann einnig að hafa sent.
Þetta virti Galera ekki og birti skilaboðin.
Icardi hefur hins vegar neitað að hann hafi rætt við Galera með færslu á Instagram.