Ruud van Nistelrooy þjálfari PSV í Hollandi segir að Cody Gakpo hafi hlustað á Virgil van Dijk frekar en sig þegar hann ákvað fara til Liverpool í janúar.
Nistelrooy sem var áður framherji Manchester United segir að það hafi verið draumur Gakpo að fara til United.
United var hins vegar ekki tilbúið að festa kaup á hollenska framherjanum í janúar og Nistelrooy ráðlagði honum að bíða fram á sumar.
„Draumur Gakpo var að fara til Manchester United, ég ráðlagði honum að bíða til sumars,“ sagði Nistelrooy.
„Það gerðist svo eitthvað, hann neitaði að hlusta á ráð mín og fór að hlusta á Virgil van Dijk. Hann sannfærði hann um að koma til Liverpool.“
Gakpo hefur ekki byrjað vel hjá Liverpool en honum hefur ekki tekist að skora eða leggja upp frá því að hann fékk lékheimild í byrjun janúar.
Ruud van Nistelrooy is not happy Cody Gakpo ignored his advice 👀#TelegraphFootball | #LFC | #MUFC pic.twitter.com/nhQHtLhyZw
— Telegraph Football (@TeleFootball) February 8, 2023