Bjarki Björn til ÍBV á láni frá Víkingi. Bjarki er 22 ára gamall miðjumaður sem einnig getur spilað í bakverðinum.
Bjarki lék á láni hjá Kórdrengjum síðasta sumar og skoraði meðal annars eitt mark í þeim 6 leikjum sem hann lék fyrir þá.
Sumarið þar á undan lék hann með Þrótti Vogum undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar og ættu þeir því að vera vel kunnir.
ÍBV hefur verið að sækja sér liðsstyrk síðustu daga eftir ágætt tímabil í fyrra.