Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Birgir Finsson voru í byrjunarliði Lyngby sem mætti Elfsborg í æfingaleik í Portúgal í dag.
Sveinn Aron Guðjohnsen kom við sögu hjá Elfsobrg en Hákon Rafn Valdimarsson var ekki með.
Alfreð Finnbogason er að snúa aftur á völlinn eftir meiðsli og lagði upp eitt mark í 4-3 tapi gegn Elfsborg.
Sævar Atli Magnússon skoraði eitt marka Lyngby en hann kom inn sem varamaður í leiknum og gerði vel.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en liðið er í fallsæti fyrir seinni hluta dönsku úrvalsdeildarinnar.