Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í vikunni í jafntefli við Al Fateh.
Ronaldo var að spila sinn þriðja leik fyrir félagið eftir að hafa komið á frjálsri sölu undir lok síðasta árs.
Ronaldo skoraði markið af vítapunktinum en hann vildi ekki bjóða upp á fagnið sitt fræga og tók þess í stað boltann og hljóp með hann að miðju.
Mark Ronaldo var skorað í uppbótartíma og reyndist það nóg til að tryggja jafntefli í leiknum.
Ronaldo hefur nú tjáð sig eftir markið og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir vinnusemina.
,,Ég er ánægður með að hafa skorað mitt fyrsta mark í deildinni og liðsframmistaðan var frábær að ná jafntefli í gríðarlega erfiðum leik,“ sagði Ronaldo.