Graham Potter, stjóri Chelsea, hefur tjáð sig um sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang.
Aubameyang sást óvænt á Ítalíu á föstudag ásamt fjölskyldu sinni á sama tíma og Chelsea spilaði við Fulham í úrvalsdeildinni.
Potter er ekki reiður út í Aubameyang sem fékk frí um helgina og var ekki valinn í leikmannnahóp liðsins í markalausu jafntefli á heimavelli.
,,Þetta var mín ákvörðun og þetta var erfið ákvörðun en stundum þarftu að taka þær,“ sagði Potter.
,,Einhver þurfti að sitja eftir, hann hefur ekki gert neitt rangt. Ég finn til með honum og skil af hverju hann er vonsvikinn.“
,,Hann brást við á réttan hátt, hann æfði mjög vel í kjölfarið. Hann fékk frí um helgina, þetta er frjáls heimur.“