Miðjumaðurinn öflugi Houssem Aouar var sterklega orðaður við Manchester United í janúarglugganum.
Aouar var einn af þeim leikmönnum sem Man Utd horfði til eftir meiðsli Christian Eriksen sem verður frá í dágóðan tíma.
Aouar mun þó ekki enda í Manchester en hann hefur náð samningum við Real Betis og fer þangað í sumar.
Lyon mun ekki fá neitt fyrir leikmanninn sem verður samningslaus í sumar og gengur frítt í raðir Betis.
Aouar er 24 ára gamall og á að baki 171 deildarleik fyrir Lyon og þá einn landsleik fyrir Frakkland.