Mesut Özil er hættur í fótbolta samkvæmt blaðamanninum Yakup Cinar sem starfar í Tyrklandi.
Cinar sérhæfir sig í málum tyrknenska knattspyrnufélaga og segir að samningi Özil við Istanbul Basaksehir sé nú að vera rift.
Özil hefur þess vegna tekið ákvörðun um að hætta í fótbolta, 34 ára gamall.
Özil gekk í raðir Basaksehir í sumar eftir dvöl hjá Fenerbahce en hefur aðeins leikið sjö leiki í öllum keppnum.
Það hefur ekkert gengið hjá Özil hjá sínu nýja félagi en hann gerði garðinn frægan hjá bæði Real Madrid og Arsenal.