Cristiano Ronaldo er loksins kominn á blað fyrir lið Al-Nassr í Sádí Arabíu eftir að hafa skrifað undir í fyrra.
Ronaldo yfirgaf Manchester United og gerði samning við Al-Nassr og er um leið launahæsti leikmaður sögunnar.
Það tók Ronaldo dágóðan tíma að ná sínu fyrsta marki en hann skoraði í 2-2 jafntefli við Al-Fateh í vikunni.
Ronaldo tryggði stig fyrir Al-Nassr í leiknum en hann skoraði af vítapunktinum á 93. mínútu leiksins.
Al-Nassr er á toppnum í Sádí-Arabíu og er með 34 stig líkt og Al-Shabab.