Fagn Marcus Rashford, leikmanns Manchester United, er farið að vekja heimsathygli en hann hefur verið frábær undanfarnar vikur.
Rashford bendir á höfuð sitt og er þar að vekja athygli á andlegri heilsu fólks, samkvæmt enskum miðlum.
Knattspyrnumenn sem og tenniskappinn Novak Djokovic hafa hermt eftir fagninu vinsæla.
Aðrir íþróttamenn hafa gert það sama og Rashford sem hefur gert afar góða hluti utan vallar og vekur athygli á ýmsum vandamálum.
Hér má sjá myndir af fagninu.