Arsenal ætlar næst að vinna í því að reyna að endurnýja samninga Bukayo Saka og William Saliba, í kjölfar þess að samningur Gabriel Martinelli var framlengdur í morgunsárið.
Samningur Martinelli, sem er lykilmaður hjá Arsenal, var að renna út eftir næstu leiktíð. Möguleiki var á að framlengja þann samning um tvö ár.
Nýr samningur mun hins vegar gilda til 2027. Einnig verður möguleiki á að framlengja nýja samninginn um eitt ár til viðbótar.
Samningar þeirra Saka og Saliba, sem einnig eru algjörir lykilmenn í toppliði Arsenal, renna út eftir næstu leiktíð og vill félagið framlengja þá hið snarasta.
„Við erum að reyna að klára það. Það er hluti af áætluninni að framlengja samninga hæfileikaríkustu leikmanna okkkar,“ segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Arsenal are working on William Saliba and Bukayo Saka contract extension ⚪️🔴 #AFC
Arteta confirms: “We are trying to get it done, it’s part of the plan to extend the contracts of the biggest talents — it will be done as soon as we can”. pic.twitter.com/d6dhWpIJ73
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 3, 2023