Arsenal hefur staðfest það að Gabriel Martinelli hafi skrifað undir nýjan samning við félagið.
Samningur Martinelli, sem er lykilmaður hjá Arsenal, var að renna út eftir næstu leiktíð. Möguleiki var á að framlengja þann samning um tvö ár.
Nýr samningur mun hins vegar gilda til 2027. Einnig verður möguleiki á að framlengja nýja samninginn um eitt ár til viðbótar.
Hinn 21 árs gamli Martinelli hefur verið á mála hjá Arsenal frá því 2019.
Kappinn hefur verið einn besti leikmaður liðsins á þessari leiktíð. Hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp tvö í nítján leikjum.
Gabi signs on ❤️ pic.twitter.com/mgMIzdt68O
— Arsenal (@Arsenal) February 3, 2023